fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Nýr tónn í umræðunni í Rússlandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júní 2023 04:07

Mótmælendur eru handteknir ef þeir láta á sér kræla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hefur nýs tóns gætt í umræðunni í Rússlandi hvað varðar stríðið í Úkraínu. Áður beindu fjölmiðlamenn og álitsgjafar sjónum sínum að þeim sem gagnrýna „hina sérstöku hernaðaraðgerð“ (það er það sem Rússar kalla innrásina opinberlega) og kröfðust þess að þeim verði refsað.

En nú ber sífellt meira á því að þessir sömu aðilar krefjist meiri fórna frá rússneskum almenningi.

Þetta kemur fram í nýlegu stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins. Segir ráðuneytið að meðal annars hafi tillaga, verið kynnt til sögunnar, sem gangi út á að vinnuvikan verði sex dagar og að tveimur klukkustundum verði bætt við vinnudaginn í þeim verksmiðjum sem framleiða vopn.

Samkvæmt tillögunni þá á starfsfólkið ekki að fá hærri laun fyrir þessa auknu vinnu.

Segir varnarmálaráðuneytið að tónninn í umræðunni minni mjög á samfélagslegar þvingunaraðgerðir í sovéskum stíl. Þetta bendi einnig til þess að valdamenn telji að efnahagsmálin séu afgerandi þáttur hvað varðar það að sigra í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins