fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Athyglisvert myndband úr Kópavogi vekur upp áleitnar spurningar um endurvinnslu og flokkun á sorpi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júní 2023 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar nokkur Gunnarsson birti í dag athyglisvert myndband á TikTok sem segja má að veki upp spurningar.

Í myndbandinu má sjá hvar öskubíll er að tæma ruslatunnur, nema hvað að bæði svarta tunnan og þær bláu eru tæmdar í sama bíl, en eins og flestir vita er bláa tunnan fyrir pappír, eða fyrir bæði pappír og plast.

Heiðar spyr í myndbandinu:

„Afhverju erum við að nota svona margar tunnur ef þessu er síðan bara öllu svo sturtað bara í sama dunkinn?“

Miðillinn hun.is vakti athygli á myndbandinu en þar kemur fram að það sé tekið upp í Kópavogi, en bærinn hefur nýlega hert reglur í flokkunarmálum og er sem stendur að verið að bæta við flokkunartunnum við heimili í Kópavogi og er íbúum ætlað að flokka ruslið sitt í  plast, pappír, lífrænan úrgang og svo almennt sorp.

Innleiðing á nýja kerfinu hófst 22. maí og mun því ljúka í júlí, en breytingarnar byggja á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí árið 2021 og gera það skylt að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, pappír og pappa.

Samkvæmt eldra kerfinu átti að flokka í orkutunnu annars vegar og svo endurvinnslutunnu sem er sú bláa

Íslenska gámafélagið sér um að hirða sorp frá heimilum í Kópavogi.

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem endurvinnslukerfi hér á landi er gagnrýnt, en Stundin, nú Heimildin, hafði ítarlega fjallað um hvernig stór hluti plasts sem landsmenn telja sig hafa endurunnið hafi endað hafi hreinlega endað í vöruhúsum eða verið brennt.

 

@heidargunn♬ original sound – Heiðar Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið