fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Segjast hafa stöðvað vopnið sem Pútín taldi óstöðvandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 07:00

Vladimir Pútín og félagar ræða áhrif Íranstríðsins á Rússland. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn halda því fram að bandarískt loftvarnakerfi, sem nýlega var tekið í gagnið, hafi náð að skjóta niður flugskeyti af gerðinni Kinzhal eða Kh-47. Það þykir sæta nokkrum tíðindum enda er flugskeytið eitt af flaggskipunum í vopnabúri Vladimir Pútín og höfðu Rússar talið að það væri nánast ógjörningur að verjast því. Séu fullyrðingar Úkraínumanna réttar er um að ræða talsvert áfall fyrir Rússa.

Kinzhal-flugskeytin hafa drægni upp á heila 2.000 kílómetra og því er hægt að skjóta þeim langt frá víglínunni. Til samanburðar er loftlínan frá Kyiv til Moskvu rúmir 750 kílómetrar. Þá ferðast flugkskeytið á tíföldum hraða hljóðsins og getur borið allt að 500 kílógramma sprengjuodd.

Rússar eru sagðir fara sparlega með flugskeytið enda er talið að þeir eigi fá slík skeyti. Nokkrum þeirra var skotið að skotmörkum í Úkraínu í mars en bandarísku Patriot-loftvarnarkerfin voru tekin í notkun í apríl en um er að ræða byltingu í vörnum Úkraínu sem hingað til hafa þurft að reiða sig á loftvarnir frá tímum Sovétríkjanna.

Rússar hafa talað digurbarkalega um Kinzhal-flugskeytið en einnig aðrar nýjungar í vopnabúri þeirra. Til að mynda skriðdreka af gerðinni T-90M en þrátt fyrir lofið þá hafa þeir reynst hafa veikleika á vígvellinum. Þá var flaggskipi rússneska flotans, Moskvu, sökkt í Svartahafi í byrjun átakanna eins og frægt varð.

Hafi nýju loftvarnarkerfin skotið Kinzhal-skeyti niður þá er um enn einn álitshnekkinn að ræða fyrir Vladimir Pútín og rússneska herinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“