fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Notaði mismunandi áhöld í líkamsárásum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á ótilgreindum aldri var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár líkamsárásir.

Fyrsta árásin átti sér stað fyrir tveimur árum, þann 10. júní 2021, utandyra á lóð hjá húsi í Reykjavík. Sló hinn ákærði þar mann í höfuðið með kústskafti úr áli, sparkaði síðan og kýldi brotaþola í höfuð og maga. Hlaut brotaþolinn mar, skrámu og bólgu af árásinni.

Næsta brot átti sér stað í september árið 2021, á bílastæði í Reykjavík. Sló hinn ákærði þá mann í höfuðið með kylfu svo maðurinn hlaut af lófastóra kúlu aftan á hnakka.

Þriðja árásin átti sér stað í ágúst árið 2022, utandyra við hringtorg á Víkurvegi við Vesturlandsveg í Reykjavík. Barði hann þá mann með krepptum hnef í andlit svo sauma þurfti manninn níu spor í vörina.

Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, þ.e. áður en að þessum þremur alvarlegu brotum kom. Manninum er einnig virt til refsilækkunar ungur aldur en aldur hans er ekki gefinn upp í dómnum.

Niðurstaðan var sú að ákvörðun refsingar yfir unga manninum er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur skilorð. Hann þarf hins vegar að greiða málskostnað upp á rúmlega 230 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“