fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Kaupandinn ber alltaf sönnunarbyrði fyrir því að eign sé gölluð“

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 16:30

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðfinna hefur sérhæft sig í fasteignamálum einkum þeim sem varða galla í nýbyggingum.

DV fjallaði fyrst fjölmiðla ítarlega um galla í nýbyggingum á Hvítasunnudag og vankanta á eftirliti með þeim málum og ræddi þá við Guðfinnu:

Eftirlit með nýbyggingum virkar ekki sem skyldi – Guðfinna hefur orðið vitni að ótrúlegu fúski

Í viðtalinu í Bítinu ítrekar hún orð sín frá því í viðtalinu við DV að eftirliti með nýbyggingum væri ábótavant. Því miður væri of mikið um að byggingastjórar sinntu ekki nægilega vel því eftirliti sem þeim er falið.

„Kaupandinn ber alltaf sönnunarbyrði fyrir því að eign sé gölluð,“ sagði Guðfinna.

Hún segir að kaupendur gallaðra eigna hafi tvo valkosti. Þeir geti þurft að sitja uppi með gallaða eign þar sem málið sé fyrnt eða farið í mál en oft sé lítið að sækja til seljenda og starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra dekki oft ekki kostnaðinn við gallana.

Í slíkum dómsmálum segir Guðfinna að oft þurfi að fá dómkvaddan matsmann með tilheyrandi kostnaði sem hlaupi oft á milljónum.

Í viðtalinu við Bítið minnti Guðfinna á að samkvæmt lögum hafi kaupandi fasteignar rétt á að halda eftir lokagreiðslu að upphæð sem nemur kostnaði vegna galla. Í mörgum tilfellum neiti seljendur hins vegar að samþykkja endurfjármögnun sé lokagreiðslan ekki innt af hendi.

Hún segir misjafnt sé hversu fljótt gallar komi í ljós.

Guðfinna segir við Bítið að kerfið í kringum nýbyggingar og eftirlit með þeim sé ekki að virka. Hún tekur þó fram að misjafnt sé eftir því hvaða aðila er um að ræða hversu vel sé staðið að eftirliti með nýbyggingum.

Að hennar mati eru helstu leiðir til úrbóta að hækka starfsábyrgðartryggingu byggingastjóra og auka heimildir kaupenda til að halda lokagreiðslu eftir. Hún telur einnig ráðlegt að auka heimildir hins opinbera gagvart aðilum sem vitað sé að standi fyrir byggingu húsa með göllum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“