fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

„Kaupandinn ber alltaf sönnunarbyrði fyrir því að eign sé gölluð“

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 16:30

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðfinna hefur sérhæft sig í fasteignamálum einkum þeim sem varða galla í nýbyggingum.

DV fjallaði fyrst fjölmiðla ítarlega um galla í nýbyggingum á Hvítasunnudag og vankanta á eftirliti með þeim málum og ræddi þá við Guðfinnu:

Eftirlit með nýbyggingum virkar ekki sem skyldi – Guðfinna hefur orðið vitni að ótrúlegu fúski

Í viðtalinu í Bítinu ítrekar hún orð sín frá því í viðtalinu við DV að eftirliti með nýbyggingum væri ábótavant. Því miður væri of mikið um að byggingastjórar sinntu ekki nægilega vel því eftirliti sem þeim er falið.

„Kaupandinn ber alltaf sönnunarbyrði fyrir því að eign sé gölluð,“ sagði Guðfinna.

Hún segir að kaupendur gallaðra eigna hafi tvo valkosti. Þeir geti þurft að sitja uppi með gallaða eign þar sem málið sé fyrnt eða farið í mál en oft sé lítið að sækja til seljenda og starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra dekki oft ekki kostnaðinn við gallana.

Í slíkum dómsmálum segir Guðfinna að oft þurfi að fá dómkvaddan matsmann með tilheyrandi kostnaði sem hlaupi oft á milljónum.

Í viðtalinu við Bítið minnti Guðfinna á að samkvæmt lögum hafi kaupandi fasteignar rétt á að halda eftir lokagreiðslu að upphæð sem nemur kostnaði vegna galla. Í mörgum tilfellum neiti seljendur hins vegar að samþykkja endurfjármögnun sé lokagreiðslan ekki innt af hendi.

Hún segir misjafnt sé hversu fljótt gallar komi í ljós.

Guðfinna segir við Bítið að kerfið í kringum nýbyggingar og eftirlit með þeim sé ekki að virka. Hún tekur þó fram að misjafnt sé eftir því hvaða aðila er um að ræða hversu vel sé staðið að eftirliti með nýbyggingum.

Að hennar mati eru helstu leiðir til úrbóta að hækka starfsábyrgðartryggingu byggingastjóra og auka heimildir kaupenda til að halda lokagreiðslu eftir. Hún telur einnig ráðlegt að auka heimildir hins opinbera gagvart aðilum sem vitað sé að standi fyrir byggingu húsa með göllum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum