fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

ESB setur 300 milljarða í skotfæraframleiðslu fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn er afgerandi fyrir Úkraínu og því leggur ESB nú til þrjár leiðir til að tryggja Úkraínumönnum skotfæri.

Þetta sagði Josep Borrel, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, á fréttamannafundi í gær að fundi varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna loknum.

Hann sagði að almenn samstaða væri um að þetta þurfi að gera en enn sé nokkrum spurningum ósvarað.

Hann sagði í leiðunum þremur felist að fyrsta árið verði einn milljarður evra settur til hliðar til að bæta aðildarríkjum, sem senda skotfæri sem þau eiga á lager til Úkraínu, kostnaðinn.

Þessi leið er sú hraðasta til að tryggja að Úkraína fái skotfæri fyrir stórskotalið sitt.

Í annarri leiðinni felst að Borrel vill setja einn milljarð evra til Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA) sem getur séð um sameiginleg innkaup allra 27 aðildarríkjanna.

Þriðja leiðin gengur út á að ESB-ríki finni sjálf út hvernig þau geta aukið skotfæraframleiðslu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins