fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Starfsmenn á flugvellinum í Tenerife stálu úr töskum farþega

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 10:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Tenerife hefur handtekið tvo starfsmenn sem vinna við töskuburð á flugvellinum á Tenerife, fyrir að stela úr töskum farþega. Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir miðlinum Canarian Weekly.

Starfs­menn öryggis­teymis flug­vallarins komu starfs­mönnunum, og þjófunum meintu, að óvörum þegar öryggis­starfs­mennirnir sinntu hefð­bundnum öryggis­störfum. Málið er í rannsókn lögreglu.

Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á stuldi úr töskum ferðatöskum sínum á Tenerife undanfarin misseri. Ekki er vitað til þess að áður hafi starfsmenn þar verið að verki. Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðið haust hvatti Sigvaldi Kaldalóns, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tenerife ferðir, ferðamenn til að geyma ekki verðmæti í ferðatöskum sínum.

Á Tenerife á stuldur úr ferðatöskum sér aðallega stað á sjálfu farangursrými flugvallarins þar sem engar myndavélar eru, segir Fréttablaðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi