fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bandarískur hershöfðingi með nýjar upplýsingar um tjón Rússlands í stríðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 07:00

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski hershöfðinginn Christopher Cavoli tjáði sig í síðustu viku um eitt og annað tengt stríðinu í Úkraínu þegar hann ávarpaði ráðstefnu í Þýskalandi. Cavoli er æðsti yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu og næstæðsti yfirmaður NATO í Evrópu.

Hann sagði að Rússar hafi misst að minnsta kosti 2.000 skriðdreka og 200.000 hermenn í stríðinu.

Hann ræddi einnig um eitt og annað sem stríðið hefur kennt umheiminum. Hann sagði að til dæmis að ef einhver sé með skriðdreka, þá skipti öllu að hafa yfir skriðdreka að ráða sjálfur. „Eitt af því sem kalda stríðið kenndi okkur er að nákvæmni vopna skiptir miklu máli. Þess utan er framleiðslugeta vopnaiðnaðarins mikilvæg,“ sagði hann og bætti við að sá, sem getur framleitt hergögn hraðast, vinni stríðið.

Hann sagði að forysta Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í stríðinu hafi sýnt hversu mikilvægt það sé að vera með góðan og hæfileikaríkan leiðtoga í fararbroddi til að virkja þjóðina.

Tölur Cavolis um fjölda ónýtra rússneskra skriðdreka passa vel við þær ljósmyndir af eyðilögðum rússneskum skriðdrekum sem hafa verið birtar og staðfest hefur verið að séu ófalsaðar. Þær sýna 1.790 ónýta rússneska skriðdreka að sögn Oryxspioenkop sem segir að gögn sýni einnig að eyðilagðir skriðdrekar séu allt frá T-62, sem voru framleiddir á sjöunda áratugnum, til nýrra T-90.

Hvað varðar manntjónið upp á 200.000 hermenn þá nær það mat Cavoli yfir fallna, særða og týnda hermenn. Hann skýrði ekki frá hvernig skiptingin er á milli þessar flokka. En hann ræddi sérstaklega um einn ákveðin hóp rússneskra hermanna, það er yfirmenn. Úr þeim hópi hafa um 1.800 fallið í stríðinu að hans sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð