fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vesturlönd bæta í aðstoðina við Úkraínu – Rússar eru reiðir og hafa í hótunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 06:50

Sergey Lavrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru öskureiðir yfir ákvörðun Vesturlanda um að auka enn frekar stuðninginn við Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi og hafa í hótunum og segja að heimurinn standi nær kjarnorkustríði en nokkru sinni áður.

En þetta hefur ekki mikil áhrif á Vesturlönd sem láta Rússa ekki segja sér fyrir verkum. Bretar ákváðu í síðustu viku að senda Úkraínumönnum nýja tegund skotfæra og leiðtogar ESB-ríkjanna tóku ákvörðun um að standa sameiginlega að innkaupum á skotfærum fyrir Úkraínu.

Um eina milljón fallbyssukúlna er að ræða og verða þær afhentar á næstu 12 mánuðum en Úkraínumenn nota um 5.000 til 6.000 slíkar á degi hverjum, svo þörfin er mikil.

„Bretar hafa misst vitið,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrir helgi í kjölfar frétta um að þeir hafi ákveðið að láta Úkraínumönnum skotfæri í té sem fara í gegnum brynvarnir ökutækja. Þetta eru skotfæri sem innihalda „rýrt úran“ og telja Rússar að þetta lykti af kjarnorkuvopnum og segja að Vesturlönd hafi tekið „skref í átt að stigmögnun stríðsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla