fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Vesturlönd bæta í aðstoðina við Úkraínu – Rússar eru reiðir og hafa í hótunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 06:50

Sergey Lavrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru öskureiðir yfir ákvörðun Vesturlanda um að auka enn frekar stuðninginn við Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi og hafa í hótunum og segja að heimurinn standi nær kjarnorkustríði en nokkru sinni áður.

En þetta hefur ekki mikil áhrif á Vesturlönd sem láta Rússa ekki segja sér fyrir verkum. Bretar ákváðu í síðustu viku að senda Úkraínumönnum nýja tegund skotfæra og leiðtogar ESB-ríkjanna tóku ákvörðun um að standa sameiginlega að innkaupum á skotfærum fyrir Úkraínu.

Um eina milljón fallbyssukúlna er að ræða og verða þær afhentar á næstu 12 mánuðum en Úkraínumenn nota um 5.000 til 6.000 slíkar á degi hverjum, svo þörfin er mikil.

„Bretar hafa misst vitið,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrir helgi í kjölfar frétta um að þeir hafi ákveðið að láta Úkraínumönnum skotfæri í té sem fara í gegnum brynvarnir ökutækja. Þetta eru skotfæri sem innihalda „rýrt úran“ og telja Rússar að þetta lykti af kjarnorkuvopnum og segja að Vesturlönd hafi tekið „skref í átt að stigmögnun stríðsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári