fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Rússar sækja 75 ára gamla skriðdreka í afskekkta geymslu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 04:15

Hluti skriðdrekanna sem voru sóttir í geymsluna góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sást vöruflutningalest hlaðinn skriðdrekum á ferð í Rússlandi. Skriðdrekarnir eru eldgamlir, byggðir á hönnun frá 1947 og voru sóttir í geymslu í austurhluta landsins, í um 7.000 km fjarlægð frá víglínunum í Úkraínu.

Þetta hefur kynt undir hugleiðingum um hvort Rússar ætli að nota skriðdrekana í Úkraínu. Vitað er að þeir glíma við skort á hergögnum og hafa þeir þurft að grafa eitt og annað upp úr geymslum sínum síðustu mánuði.

Greinendur segja að rússneskar vöruflutningalestir hafi sést flytja T-54 og T-55 skriðdreka sem hafi verið sóttir í geymslu nærri landamærum Rússlands og Norður-Kóreu.

Það var Conflict Intelligence Team sem birti fyrst myndir af þessum flutningum og segir að gervihnattarmyndir sýni að Rússar hafi sótt skriðdrekana á geymslusvæðið í síðustu viku.

Í október voru að minnsta kosti 160 úreltir T-62 skriðdrekar sóttir í geymslur hersins.

Ekki er vitað með vissu hvort skriðdrekarnir verða notaðir í stríðinu en sérfræðingar telja að það að þeir voru teknir úr geymslu staðfesti enn betur hversu illa rússneski herinn sé á sig kominn varðandi nútíma hergögn.

Breska hugveitan IISS telur að Rússar hafi misst um helminginn af nútímalegum T-72 og T-72s skriðdrekum sínum í stríðinu og tvo þriðju af T-80 skriðdrekum sínum.

Ekki er vitað með vissu hvort skriðdrekarnir verða notaðir í stríðinu en sérfræðingar telja að það að þeir voru teknir úr geymslu staðfesti enn betur hversu illa rússneski herinn sé á sig kominn varðandi nútíma hergögn.

Breska hugveitan IISS telur að Rússar hafi misst um helminginn af nútímalegum T-72 og T-72s skriðdrekum sínum í stríðinu og tvo þriðju af T-80 skriðdrekum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“