fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Móðir sýknuð í líkamsárásarmáli gegn fimm ára syni sínum – Sögð hafa sparkað í búk drengsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2023 11:26

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað móður af ofbeldisákæru gagnvart barnungum syni sínum. Hið meinta brot átti sér stað mánudaginn 9. maí 2022 en móðurinni var gefið að sök að hafa sparkað einu sinni í búk sonar síns þegar hún var ein með honum inni í svefnherbergi drengsins og síðar slegið einu sinni í vinstri síðu hans í stofu íbúðarinnar. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut 2×2 cm mar á vinstri síðu líkama síns.

Vitnið í málinu, auk drengsins, var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem hringdi í lögregluna og tók á móti lögreglunni á vettvangi og sagði frá meintu ofbeldisbroti móðurinnar og fullyrti að hún hefði játað brotið við sig. Drengurinn lýsti því svo fyrir lögreglumönnum hvað móðir hans átti að hafa gert.

Hún var handtekin á vettvangi en hún hafði drukkið áfengi eftir að hafa náð í drenginn á leikskóla. Konan neitaði sök við yfirheyrslu daginn eftir. Hún kvaðst hafa óvart klórað síðu drengsins þegar hún var að klæða hann í náttföt inni í svefnherbergi hans og síðan meitt hann fyrir mistök þegar hún var að leika við hann í  „flugvélaleik“. Taldi hún að fyrrum eiginmaður sinn hafi hringt á lögreglu til þess að hefna sín á henni.

Sakaði báða foreldra sína um ofbeldi

Í dómnum kemur fram að maðurinn og konan hafi verið saman þegar atburðirnir áttu sér stað en síðan hafi slitnað upp úr hjónabandi þeirra.

Í skýrslu í Barnahúsi um sumarið 2022 greindi drengurinn frá því að móðir hans hefði meitt hann með hendinni og benti á vinstri síðu og maga. Þá hafi hún einnig sparkað í hann og það hafi honum fundist vont. Móðir hans hafi oft meitt hann og í eitt skiptið hafi hann dottið í gólfið og meitt sig meira. Þá sagði hann einnig að faðir hans hafi mörgum sinnum lamið hann á rassinn og í höfuðið.

Niðurstaða dómstólsins var sú að varhugavert væri að telja það sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að móðirin hafi gerst sek um það ofbeldi sem henni var gefið í sök að sök í ákæru málsins. Þrátt fyrir vísbendingar um önnur brot þá geti dómstóllinn aðeins dæmt hana sek um þá háttsemi sem fram kemur í ákærunni.

Móðirin var því sýknuð og málkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér