fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. mars 2023 14:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í skattsvikamáli sem höfðað var á hendur þremur manneskjum sem tengjast fyrirtækinu M S Tækjaleigu, sem varð gjaldþrota og er nú afskráð.

Um var að ræða vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir rekstrarárin 2017, 2018 og 2019. Nema vanskilin samtals um 34 milljónum króna. Þau sem voru ákærð voru framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins fram á árið 2019, stjórnarmanni og daglegurm stjórnanda fyrirtækisins sem jafnframt var skráður framkvæmdastjóri síðustu mánuðina í rekstri fyrirtækisins, og kona sem var daglegur stjórnandi í fyrirtækinu.

Tvær síðarnefndu manneskjurnar eru hjón. Þau neituðu sök á þeim forsendum að þau hefðu ekki komið að ákvörðunum er vörðuðu daglegan rekstur fyrirtækisins heldur hefðu þær allar verið á ábyrgð fyrstnefnda sakborningsins.

Dómarinn féllst á að ekki væri fullsannað að konan hefði komið að ákvörðunum er vörðuðu daglegan rekstur fyrirtækisins. Var hún sýknuð. Karlarnir tveir voru hins vegar sakfelldir.

Sá sem lengst af var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður var dæmgur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar í ríkissjóð að upphæð 31 milljón króna.

Maðurinn sem var framkvæmdastjóri síðustu mánuðina sem fyrirtækið starfaði hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 29,7 milljónir.

Konan var hins vegar sýknuð, sem fyrr segir, en lögmaður hennar var Lárus Sigurður Lárusson. Konan var í 25% starfi hjá félaginu og færði bókhald. Hún annaðist skil á staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattskýrslum í gegnum bókhaldskerfi. Einnig sat hún í varastjórn félagsins. En eins og fyrr segir taldi dómari ekki sannað að hún hefði borið ábyrgð á daglegum rekstri og var hún því sýknuð.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér