fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 08:15

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason, eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, krefur forsvarsmenn Heimildarinnar, sameinaðs fréttamiðils Stundarinnar og Kjarnans, um viðbrögð við fullyrðingum þess efnis að Edda Falak, blaðamaður á Heimildinni, hafi gerst sek um ósannindi varðandi bakgrunn sinn í viðtölum við stærstu fjölmiðla landsins árið 2021. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Frosti fékk birt á Vísi í morgun.

Í síðustu viku vakti hlaðvarpsþáttur Frosta mikla athygli en í honum kvaðst hann hafa afhjúpað meintar lygar Eddu um starfsferil sinn. DV fjallaði um efni þáttarins og óskaði eftir viðbrögðum frá Eddu sem hún hefur ekki brugðist við.

Sjá einnig: Frosti segist hafa afhjúpað Eddu Falak – Segir hana ljúga til um starfsreynslu sína, beiti hótunum og andlegu ofbeldi

Segir Eddu hafa logið í viðtölum sem urðu kveikjan að ferli hennar

Í opna bréfinu rifjar Frosti upp feril Eddu sem segja má að hafi hafist í áðurnefndum viðtölum þar sem hún kvaðst hafa orðið fyrir kynbundu áreiti vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði verðbréfum. Sömu framkomu kvaðst hún hafa uplifað í vinnu sinni í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma.

„Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist,“ skrifar Frosti.

Rifjar hann, eins og áður segir, að hún hafi greint frá þessum hremmingum sínum hjá mbl.is, visir.is og ruv.is. „Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum, skrifar Frosti.

Óheppilegt að ein upphafskona „Ég trúi“ gerist sek um lygar

Dregur hann þá ályktun að það sé í besta falli óheppilegt að Edda, sem ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins hafi gerst sek um ósannindi sem hann telur sig hafa afhjúpað

„Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér,“ skrifar Frosti.

Hann segir að í ljósi þess að Edda sé blaðamaður á Heimildinni þá sé vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá því hver afstaða fréttamiðilsins sé til þess að hún hafi farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu.

Krefur ábyrgðamenn Heimildarinnar um viðbrögð

„Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta?,“ skrifar Frosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi