fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 08:00

Kínverjar framleiða mikið af vopnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd hafa algjörlega lagt Rússland á ís í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Rússar verða því að bjarga sér með því sem þeir eiga því harðar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir eru í gildi gagnvart þeim.

En eftir því sem Politico segir þá hafa kínversk fyrirtæki, þar á meðal fyrirtæki sem hafa bein tengsl við kommúnistastjórnina, sent vopn til Rússlands og rússneskra fyrirtækja. Þetta er byggt á yfirferð gagna frá tollyfirvöldum.

Meðal annars er um 1.000 vélbyssur að ræða, íhluti í dróna og verndarbúnað. Þetta var sent til Rússlands frá því í júní á síðasta ári og fram í desember.

En sendingarnar voru ekki, að minnsta kosti ekki opinberlega, sem vopn til notkunar í stríði.

CQ-A rifflar voru sendir sem „veiðirifflar fyrir almenning“ þrátt fyrir að þeir séu ekkert annað en eftirlíking af M16 vélbyssum sem Bandaríkjamenn hafa notað í mörgum stríðum.

CQ-A byssur hafa einnig að sögn verið notaðar af kínversku herlögreglunni og herjum sumra ríkja.

Politico leggur áherslu að ekki sé að sjá að kínversk yfirvöld selji mikið magn vopna til Rússlands til að hjálpa Rússum við stríðsreksturinn. En þetta er í fyrsta sinn sem staðfest er að Kínverja sendi vopn til Rússlands, vopn sem er hægt að nota í stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla