fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanleg kynferðisbrot á Suðurlandi – Áralöng misnotkun á barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. apríl næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Suðurlands í máli gegn manni sem sakaður er um mjög alvarleg kynferðisbrot gegn barni.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en úr henni hafa verið hreinsaðar upplýsingar á borð við nöfn, staðsetningu, aldur og tímabil meintra brota. Meint brot mannsins gagnvart stúlkubarni ná, samkvæmt ákærunni, yfir ótilgreindan árafjölda og er ljóst að um margítrekuð brot er að ræða.

Ákæruliðirnir eru þrír og í fyrsta ákærulið er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. „…ákærði stakk ítrekað fingri inn í kynfæri og rass hennar og káfaði ítrekað utan- og innanklæða á kynfærum, brjóstum og rassi hennar og snerti kynfæri hennar með kynlífshjálpartækjum,“ segir í ákæru.

Í öðrum ákærulið er maðurinn sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en til vara brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarbrot með því að hafa um ótilgreint árabil sýnt barninu klámfengið myndefni og netsíður sem sýna slíkt efni, „…en með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi.“

Í þriðja lagi er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft undir höndum sex myndskeið og þrjár ljósmyndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Var efnið á hörðum disk af gerðinni Segate Expansion, segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd stúlkunnar er krafist miskabóta að fjárhæð 3,5 milljónir króna. Einnig er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna réttargæslu stúlkunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill