fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Pútín sagður vinna leynilega að nýrri herkvaðningu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 07:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tæplega 13 mánaða stríð í Úkraínu hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ekki enn náð markmiðum sínum með innrásinni. Rússneski herinn hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni, bæði manntjóni og tjóni á hergögnum. Nú er Pútín sagður vinna leynilega að nýrri herkvaðningu og að nú verði allt að 400.000 menn kallaðir til herþjónustu.

Allt er þetta sagt fara fram á bak við vandlega luktar dyr og lítið sleppur út um ráðabruggið. Dagbladet skýrir frá þessu meðal annarra miðla.

Margar vestrænar leyniþjónustustofnanir hafa spáð því að Pútín muni grípa til nýrrar herkvaðningar á fyrstu mánuðum ársins.

Þrátt fyrir að margt bendi til að ný herkvaðning sé í kortunum, þá hafa ráðmenn í Kreml verið mjög þöglir um þetta.

Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna í september leiddi það til fjöldaflótta úr landi, talið er að 700.000 til 1.000.000 karla hafi flúið land, og ringulreiðar innan hersins.

Sérfræðingar telja hugsanlegt að Pútín og félagar hafi gripið til ákveðinna aðgerða að þessu sinni til að koma í veg fyrir að óánægja brjótist út meðal landsmanna. En þeir segja að ný herkvaðning sýni þá örvæntingu sem ríkir meðal ráðamanna.

„Ný herkvaðning er vísbending um að Pútín sé að verða örvæntingarfullur. Þetta er kapphlaup við tímann og Rússland situr fast,“ sagði Kristian Åtland, sérfræðingur við Norska varnarmálaskólann, í samtali við Dagbladet.

Að undanförnu hafa myndir og ljósmyndir, sem eiga að sýna innkallanir frá herkvaðningarskrifstofum, birst á samfélagsmiðlum. En Kremlverjar hafa ekki sagt neitt opinberlega um herkvaðningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn