fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Bankastræti Club-árásin þingfest á þriðjudag – Fjölmennt verður í dómssal

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra vegna líkamsárása á Bankastræti Club verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. 25 karlmenn eru ákærðir og er hver þeirra með sinn eigin verjanda. Heildarfjöldinn sem þarf að mæta í héraðsdóm á þriðjudag er því 50 manns. RÚV greinir frá.

Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Bankastræti um miðnætti 17. nóvember í fyrra. Hópur grímuklæddra manna réðst á þrjá karlmenn í kjallara staðarins, sem lágu óvígir eftir með fjölmörg stungusár. Einn mannanna hlaut sjö stungusár, var stunginn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Annar var stunginn einu sinni í vinstri síðu og sá þriðji einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri.

Árásin hafði fordæmalausar afleiðingar í íslensku samfélagi en fjölmargar hefndarárásir áttu sér stað í kjölfarið þar sem eld- og reyksprengjum var kastað í hús víða á höfuðborgarsvæðinu og hótanir gengu manna á milli á samfélagsmiðlum.

Myndband af árásinni á Bankastræti Club vekur óhug

Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í febrúar. Yngstu mennirnir sem eru ákærðir eru 19 ára, sá elsti er á fertugsaldri. Einn karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og er sagður hafa veist að mönnunum þremur með hnífi. Hann er sá eini af mönnunum 25 sem er í gæsluvarðhaldi. Tíu eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og eru sagðir hafa ráðist á þremenningana með spörkum og hnefahöggum. Hinir fjórtán eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í ákærunni eru þeir sagðir hafa ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn, vitað hvað stóð til og verið inn á staðnum á meðan árásinni stóð. Saksóknari segir að þeir hafi þannig verið ógn við mennina þrjá og liðsauki við árásarmennina.

Í svari Héraðsdóms Reykjavíkur við fyrirspurn RÚV verður ákæran þingfest yfir allan daginn. „Þó með þeim fyrirvara að ef þörf krefur verður aukaþinghald fyrir þá sem ekki komast ekki þann dag.“  Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig aðalmeðferðinni verður háttað.

Hnífamaðurinn á Bankastræti Club verður í gæsluvarðhaldi yfir jólin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns