fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 11:59

Aðsend mynd frá vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni sem skaut af byssu inni á kránni The Dubliner síðastliðið sunnudagskvöld rennur út á morgun.

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er ekki búið að taka ákvörðun um hvort krafist verður framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir manninum.

„Það er ekki komin nein ákvörðun með það. Rannsókninni miðar ágætletga en við erum að sjá til hvort það sé raunverulega ástæða til þess á grundvelli almannahagsuna,“ segir Grímur en svo virðist sem ekki sé þörf á lengra gæsluvarðhaldi með tilliti til rannsóknar málsins.

Í lögum um meðferð sakamála segir að m.a. í kafla um gæsluvarðhald að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef „telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.“ Er þar um að ræða d-lið skilyrða fyrir gæsluvarðhaldi en einnig segir um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna:

„Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“

DV greindi fyrst frá árásinni sem átti sér stað um kvöldmatarleytið síðastliðinn sunnudag. Hinn grunaði átti í samræðum við annan gest og hleypti svo af skoti inni á staðnum. Fjöldi gesta var á staðnum en árásarmaðurinn huldi andlit sitt. Enginn slasaðist í árásinni en byssan sem talið er að hafi verið notuð við verknaðinn fannst skammt frá.

Grunur leikur á um að árásin tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í fyrra sem hefur valdið miklum usla í undirheimum. Það hefur ekki fengist staðfest en m.a. heimildir DV benda til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu