fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Pútín fyrirskipar leyniþjónustunni að herða aðgerðir sínar gegn Vesturlöndum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. mars 2023 07:00

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ávarpi Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, til leyniþjónustunnar FSB fyrirskipaði hann henni að herða aðgerðir sínar gegn Vesturlöndum.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að Pútín hafi sagt að vestrænar leyniþjónustur hafi lengi verið mjög virkar í Rússlandi og nú hafi þær bætt enn fleira fólki og öðrum úrræðum í aðgerðir sínar gegn Rússlandi. „Við verðum að bregðast við í samræmi við þetta,“ sagði Pútín.

Hann sagði að FSB eigi að berjast gegn „njósnum og skemmdarverkaaðgerðum“ sem séu skipulagðar af Úkraínu og Vesturlöndum.

Pútín viðurkenndi einnig í ræðunni að starfsmenn FSB hafi fallið í stríðinu í Úkraínu og sagði að stjórnendur leyniþjónustunnar verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja við fjölskyldur hinna föllnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA