fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslensk móðir og sonur hennar í sjálfheldu – Sænskum föður stefnt fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fimmtug íslensk kona hefur stefnt sænskum barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra vegna ágreinings um forsjá sonar fólksins, sem er á unglingsaldri. Stefnan var birt í Lögbirtingablaðinu í morgun.

Forsaga málsins er sú að konan og maðurinn bjuggu saman í Gautaborg í Svíþjóð frá árinu 2006 og eignuðust son saman snemma um haustið 2007. Í byrjun apríl 2008 fór konan með barnið í heimsókn til fjölskyldu sinnar á Íslandi og dvaldist þar í mánuð. Þegar hún sneri aftur til Gautaborgar kom hún að manninum meðvitundarlausum á heimili þeirra í ólæstri íbúð. Átti hann við áfengisvandamál að stríða og hafði neytt áfengis í óhófi þann tíma sem mæðginin voru á Íslandi.

Í kjölfarið ákvað konan að slíta sambandinu og flytja með barnið til Íslands. Samþykkti faðirinn að veita henni forsjá sonarinar í tvö ár. Það samþykki rann út vorið 2010 og síðan þá hefur forsjá foreldranna verið sameiginleg. En samkvæmt stefnu móðurinnar hefur faðirinn engin samskipti haft við son sinn og engan áhuga sýnt honum. Konan fór síðast með drenginn í heimsókn til föðurins til Svíþjóðar árið 2016.

Konan hefur átt í vandræðum með að fá umboð barnsföðurins sænska til að endurnýja vegabréf sonarins og hafa ítrekaðar óskir hennar um það eftir rafrænum leiðum ekki borið árangur eftir þriggja ára streð. Hún óskaði þess að fá fulla forsjá yfir barninu með milligöngu sáttamiðlara fyrir um ári síðan en þær tilraunir voru árangurslausar þar sem maðurinn mætti ekki á boðaðan fund með sáttamiðlara.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu í samræmi við lög þar sem ekki hefur tekist að afhenda manninum stefnuna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í kröfu konunnar um forsjá yfir barninu segir meðal annars:

„Stefnandi byggir á því að það sé barninu fyrir bestu að henni einni verði falin forsjá þess, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, þar sem hún hefur alfarið séð um að ala barnið upp frá fæðingu og ætíð verið eini umönnunaraðili þess. Stefndi hefur ekki staðið undir forsjárskyldum sínum og ómögulegt er að viðhafa sameiginlega forsjá þegar stefndi er löngu horfinn og ekki nokkur leið að ná í hann og lætur hann stefnanda og barn þeirra afskiptalaus.“

Í stefnunni segir að sameiginleg forsjá sé barninu ekki fyrir bestu enda samskipti við föður engin. „Það að stefndi bregðist ekki við einfaldri beiðni um að veita samþykki fyrir því að barnið fái vegabréf, veldur stefnanda verulegum áhyggjum um hvernig fer ef taka þarf meiriháttar ákvörðun í þágu barnsins,“ segir ennfremur í stefnunni.

Manninum hefur nú verið stefnt til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 9. mars næstkomandi þegar málið verður þingfest, ef ekki hafa náðst sættir í því áður. Ef maðurinn mætir ekki má búast við því að dómur verði felldur í samræmi við kröfur konunnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum