fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

WHO hefur áhyggjur eftir andlát 11 ára stúlku – Tekur veiruna alvarlega og hvetur til árvekni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 07:00

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist grannt með fuglainflúensu eftir að smit greindist í nokkrum manneskjum. Áhyggjur eru uppi um að veiran geti nú borist á milli fólks, ekki bara frá dýrum í fólk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WHO í kjölfar þess að veiran fannst í feðginum frá Kambódíu. Dóttirin lést af völdum veirunnar en hún var 11 ára. Faðir hennar greindist síðan með veiruna í kjölfarið.

Ekki er vitað hvort þau smituðust af sama dýrinu, mismunandi dýrum eða hvort annað þeirra smitaðist fyrst af dýri og smitaði síðan hitt.

WHO fylgist því grannt með stöðunni um allan heim.

Sylvie Briand, forstjóri heimsfaraldurs- og farsóttardeildar WHO, sagði að staðan vegna H5N1, sem er fuglaflensuveiran, sé áhyggjuefni á heimsvísu vegna þess hversu útbreidd veiran er í fuglum um allan heim auk sífellt fleiri tilfella í spendýrum, þar á meðal fólki.

Hún sagði að WHO taki hættuna, sem stafar af veirunni, mjög alvarlega og hvetji til aukinnar árvekni um allan heim.

Fyrr í mánuðinum sagði WHO að lítil hætta steðjaði að fólki af fuglaflensunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“