fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Ekkert lát á dularfullum dauðsföllum í Rússlandi – Nú var það bankastjóri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 07:00

Sjúkrahús í Moskvu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar á síðasta ári hefur fjöldi kaupsýslumanna og olígarka látist á dularfullan hátt.

Nú er einn einn fallinn í valinn og að þessu sinni var það varaformaður stjórnar stærsta ríkisbanka landsins, Sberbank. Hann fannst nýlega látinn. Hann var 42 ára. BNN News skýrir frá þessu og segir að dánarorsökin sé sögð vera hjartaáfall.

Það vill einmitt svo ótrúlega til að margir þeirra kaupsýslumanna og olígarka, sem hafa látist síðan innrásin hófst, eru sagðir hafa fengið hjartaáfall. Sumir hafa tekið eigið líf og morð hefur ekki verið útilokað í tengslum við dauða annarra.

CNN skýrði frá því í haust að minnst átta rússneskir kaupsýslumenn hafi tekið eigið líf eða látist af slysförum á sex mánaða tímabili. Margir þeirra tengdust ríkisorkufyrirtækinu Gazprom eða dótturfyrirtækjum þess. Aðrir höfðu starfað hjá Lukoil sem er stærsta olíu- og gasfyrirtæki landsins sem er í einkaeigu.

Ravil Maganov, forstjóri Lukoil, fannst látinn eftir að hafa „dottið“ út um glugga í Moskvu.

Vladislav Ayaye, fyrrum bankstjóri Gazprombank, fannst látinn í íbúð sinni í Moskvu ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglan telur að um morð og sjálfsvíg hafi verið að ræða, að Vladislav hafi myrt fjölskyldu sína og síðan tekið eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi