fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Auknar líkur á eldgosi nálægt Grindavík – Íbúum samt leyft að dveljast þar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. desember 2023 13:54

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síauknar líkur eru taldar á nýju eldgosi á Reykjanesskaga á allra næstu dögum. Staðsetning gossins gæti verið með þeim hætti að hraun þaðan rynni til Grindavíkur. Þrátt fyrir þetta hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ekki afturkallað nýlegt leyfi til íbúa um að þeir megi dveljst í bænum. Engu að síður hvetja yfirvöld bæjarbúa til að dveljast annars staðar yfir áramótin.

Í nýrri tilkynningu frá almannvavarnadeild ríkislögreglustjóra segir:

„Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist. Á bakvið hættumatskort Veðurstofunnar eru töluleg gildi sem meta hættuna hverju sinni.  Þau gildi hafa hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að hækka þessi tvö svæði sem Grindavík og Svartsengi eru í, um flokk.

Líkt og fram hefur komið eru auknar líkur á eldgosi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að banna ekki dvöl í Grindavík en leggst gegn því engu að síður. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þau sjónarmið og hvetur Grindvíkinga að leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.

Eins og áður þá er staðan endurmetin á hverjum degi en ekkert bendir til annars en að hætta á eldgosi hafi aukist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega