fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. desember 2023 13:41

Hjúkrunarfræðingar standa í kjarabaráttu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, bendir á ómanneskjulegar aðstæður hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Aðstæður sem hafa leitt til þess að sex af hverjum tíu hjúkrunarfræðingum hafa íhugað að segja starfi sínu lausu og átta af hverjum tíu óttast að lenda í alvarlegu atviki í starfi.

Það sé furðulegt að í aðstæðum þar sem eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum hafi sjaldan verið meiri, þá séu enn fleiri að flýja greinina sökum álags og slæmra kjara.

Öllum er sama ekki satt?

Guðlaug vekur athygli á aðstæðum í grein sem birtist hjá Vísi í dag:

„Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin. Fyrir þetta fæ ég laun sem geta tæplega framleitt mér og börnunum mínum þrátt fyrir að ég sé í 100% vaktavinnu. Hvað um það, öllum er sama ekki satt?“

Kjarasamningur hafi verið gerður til skamms tíma og rennur hann út í vor. Samkvæmt honum stóð til að fara í mikilvæga málefnavinnu til að taka fyrir atriði sem skipta hjúkrunarfræðinga miklu.

Geta fengið betri laun í öðrum störfum

Viðhorfskönnun sem gerð var í haust sýni að þrír af hverjum fjórum séu ánægðir í starfi en þó hafi rúm 64 prósent íhugað að hætta í starfi síðustu tvö árin. Ástæðuna megi rekja til álags og launakjara. Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum sé gríðarleg og Guðlaug segir að í anda lögmáls hagfræðinnar ætti þetta að þýða betri kjör til hjúkrunarfræðinga. Raunin sé þó önnur og hjúkrunarfræðingar séu að flýja yfir í önnur störf.

„Af hverju? Því vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun.“

Álag sem getur rústað lífum

Tæplega 80 prósent aðspurða sögðust óttast alvarlegt atvik í vinnu en Guðlaug gefur dæmi um hvernig álagið og vinnuumhverfið í raun auki hættuna á slíkum atvinum.

„Tökum dæmi. Ég er búin að vinna allar mínar vaktir og dauðþreytt eftir því, samt er ég beðin um að vinna aukalega og vinna lengur því enginn annar getur komið í minn stað. Ég veit að enginn annar getur komið, ef ég mæti ekki þá mun samstarfsfólk mitt finna fyrir enn meira álagi. Álagið er mikið, þreytan bætist ofan á það, við þekkjum flest hvernig við erum í kollinum þegar við vinnum of lengi og skyndilega á sér stað atvik sem eyðileggur líf allra sem að því koma.“

Það sé stefna félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að fá starfið metið að verðleikum, til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir, í samræmi við þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu og í samræmi við markmið um að útrýma kynbundnum launamun. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sem hafi flúið stéttina eru tilbúnir að snúa aftur ef vinnuumhverfið og kjörin batna.

Í ljósi umræðunnar um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins sé furðulegt að mest áhersla sé á að fjölga rýmum, byggja stærri byggingar og bæta yfirbygginguna, en ekkert púður sett í að manna þau rými sem þegar eru fyrir hendi. Íslenska heilbrigðiskerfinu blæðir hjúkrunarfræðingum og það mun kosta að stöðva þennan leka. Þetta sé spurning um forgangsröðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“