fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Grindvíkingar geta andað léttar í bili – Gossprungan lengist frá bænum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 00:10

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að Grindvíkingar geti varpað öndinni léttar í bili. Þetta kom fram í viðtali hans á Rás 2 en þar kom fram að sprungan virðist vera að teygja sig norður og eins og staðan er núna þýðir það að hraunið rennur ekki ofan í Grindavíki.

Þá sé sprungan, sem er orðin 3,5 kílómetrar að stærð þegar þessi orð eru skrifuð, þegar orðin slitin og önnur sprunga hafi opnast aðeins norðar. Ármann telur gosið vera þrisvar til fjórum sinnum stærra en fyrri gos á Reykjanesinu en aðeins hálfdrættingur á við Holuhraun.

„Það gæti tórað í sjö til tíu daga, það er svona mín spá,“ segir Ármann og sleit svo viðtalinu til að koma sér á staðinn og meta stöðuna betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“