fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Heimamenn á Tenerife eru sagðir vera farnir að snúast gegn ferðamönnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tenerife hefur undanfarin ár verið einn allra vinsælasti áfangastaður þeirra Íslendinga sem vilja sleikja sólina, hvort heldur sem er yfir sumartímann eða vetrartímann.

Heimamenn á Tenerife eru þó margir hverjir sagðir vera komnir með nóg af stöðugum heimsóknum erlendra ferðamanna og vilja þeir að gripið verði í taumana.

Breska blaðið Mirror greinir frá þessu en talið er að um 2,3 milljónir Breta fari til Tenerife á ári hverju.

Í umfjöllun Mirror kemur fram að heimamenn – sumir hverjir að minnsta kosti – séu farnir að senda ferðamönnum skýr skilaboð um að þeir séu ekki endilega velkomnir. Víða er til dæmis búið að spreyja á veggi orðunum „Tourist go home“ eða „Ferðamenn farið heim“.

Þá hafa heimamenn kallað eftir því að ferðamenn verði látnir greiða sérstakan umhverfisskatt þegar þeir heimsækja Tenerife vegna ótta um óafturkræfar skemmdir á náttúrunni vegna ágangs ferðamanna.

Í frétt Mirror kemur fram að hópur fólks hafi farið út á götur fyrir skemmstu og mótmælt. Sáust mótmælendur með skilti með ýmsum áletrunum, til dæmis: „Kanaríeyjar eru ekki til sölu“ og „Kanaríeyjar eru ekki lengur paradís“.

Hafa mótmælendur viðrað áhyggjur sínar af gríðarlegu magni sorps sem kemur frá ferðamönnum, umferðaröngþveiti á götum Tenerife og umhverfisáhrifum vegna nýrra hótelbygginga. Þá hafa heimamenn bent á að húsnæðisverð hafi hækkað mikið á Tenerife vegna aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði.

Íbúar Tenerife eru um 950 þúsund en talið er að á hverju ári heimsæki tæplega sex milljónir ferðamanna eyjuna heim.

Talsmaður mótmælanna sem fram fór á dögunum segir að kröfurnar séu skýrar. Setja þurfi þak á fjölda þeirra sem fá að flytjast til Tenerife og sömuleiðis fjölda þeirra sem vilja eiga orlofshús á eyjunni. Þá þurfi að takmarka fjölda ferðamanna sem koma til eyjarinnar og rukka þá sem koma um umhverfisskatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa