fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. desember 2023 15:30

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamla konu, fyrir manndráp. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, í samtali við DV, en ákæra verður ekki birt fjölmiðlum strax þar sem eftir er að birta hana sakborningi.

Dagbjört er sökuð um að hafa orðið 58 ára gömlum sambýlismanni sínum að bana að heimili þeirra í Bátavogi, laugardagskvöldið 21. september.

Dagbjört hefur jafnframt verið úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en núverandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni rennur út á sunnudag.

Arnþrúður var ekki tilbúin að upplýsa frekar um efni ákærunnar þar sem hún hefur ekki verið birt sakborningi.

Dagbjört hefur áður hlotið refsidóma, sem og hinn látni, aðallega fyrir fíkniefnamisferli, en ekki fyrir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“