fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. desember 2023 15:30

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamla konu, fyrir manndráp. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, í samtali við DV, en ákæra verður ekki birt fjölmiðlum strax þar sem eftir er að birta hana sakborningi.

Dagbjört er sökuð um að hafa orðið 58 ára gömlum sambýlismanni sínum að bana að heimili þeirra í Bátavogi, laugardagskvöldið 21. september.

Dagbjört hefur jafnframt verið úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en núverandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni rennur út á sunnudag.

Arnþrúður var ekki tilbúin að upplýsa frekar um efni ákærunnar þar sem hún hefur ekki verið birt sakborningi.

Dagbjört hefur áður hlotið refsidóma, sem og hinn látni, aðallega fyrir fíkniefnamisferli, en ekki fyrir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“