fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Bláa lónið opnar að nýju um helgina

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2023 22:05

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa lónið opnar að nýju, sunnudaginn 17. desember kl. 11. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins kemur fram að opnunartími verði þó öllu styttri en vanalega, en opið verður frá kl. 11-20 alla daga vikunnar.

Opnunin nær til Bláa Lónsins, veitingasölunnar Blue Café, veitingastaðarins Lava, heilsulindarinnar Retreat Spa og Spa veitingastaðarins. Hótelin Silica og Retreat og veitingastaðurinn Moss verða lokuð til kl. 7.00 þann 21. desember og verður staðan þá endurmetin.

Bláa lónið hefur verið lokað frá 9. nóvember, eða degi áður en Grindavík var rýmd og tæplega 4000 íbúar þurftu að finna sér annað samastað. Staða íbúa er misjöfn rúmum mánuði eftir rýmingu, margir komnir með fastan samastað, aðrir ekki.

Í tilkynningunni segir að opnunin sé framkvæmd í fullu samráði við yfirvöld sem Bláa Lónið hefur verið í nánum samskiptum við vegna atburða síðustu vikna. Þrátt fyrir atburði síðustu vikna sé staðan á húsnæði lónsins góð og innviðir í góðu ástandi. Skemmdir á húsakosti eru litlar og felast fyrst og fremst í tilfærslu hluta og innanstokksmuna.

Tekið er fram að framkvæmdir eru yfirstandandi við starfsstöðvar lónsins vegna uppbyggingar varnargarða. Einnig er aðeins rútum leyfilegt að koma að svæðinu.

„Við erum afar ánægð með að geta opnað starfsstöðvar okkar að nýju og hlökkum til að taka hlýlega á móti þér og þínum í Svartsengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim