fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Egill furðulostinn yfir tilnefningum til íslensku bókmenntaverðlaunanna – „Þetta er ótrúleg yfirsjón, einhver sú stærsta í sögu verðlaunanna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 17:16

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, umsjónarmaður Kiljunnar, segist eiginlega vera furðulostinn yfir tilnefningum til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Segist Egill sakna þar Gyrðis Elíssonar en ljóðabækurnar tvær sem sendi frá sér á dögunum hafa fengið lofsamlega dóma. Í þætti Egils sagði Kolbrún Bergþórsdóttir, einn helsti bókmenntaspekúlant landsins, ekki vita hvernig hún gæti hrósað verkunum nógu mikið. „Þetta eru ótrúlega falleg og næm ljóð sem vekja mann virkilega til umhugsunar,“ sagði Kolbrún meðal annars. Undir þetta tók Egill sjálfur heilshugar sem og hinn gagnrýndandi þáttarins, Ingibjörg Iða Auðunardóttir. Ljóst er að þremenningarnir hafa eflaust búist við að sjá Gyrði á lista tilnefndra en svo var ekki.

Tilkynnt var um þá sem hlutu tilnefningar nú fyrir stundu en í flokki skáldverka eru eftirfarandi verk tilnefnd:

„Ég er eiginlega furðu lostinn. Gyrðir Elíasson ekki tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabækurnar Dulstirni/Meðan glerið sefur. Þetta er ótrúleg yfirsjón, einhver sú stærsta í sögu verðlaunanna. Hinar bækurnar eru góðs maklegar, sumar framúrskarandi, en kvæði Gyrðis eru á plani sem vart þekkist hérna. Athyglisvert líka að bara skáldsögur eru tilnefndar í fagurbókmenntaflokknum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin