fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að beita sér í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. desember 2023 15:29

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið hefur enga heimild til að beita sér í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem nú hefur verið framseld til Noregs þar sem hún á að svara til saka fyrir að hafa flutt syni sína þrjá til Íslands með einkaflugvél, en íslenskur faðir þeirra, búsettur í Noregi, hefur forræði yfir þeim.

Sjá einnig: Edda fjarlægð úr fangelsinu í flýti:„Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ – Sögð hafa verið snúin niður og handjárnuð

Tilkynning hefur nú verið birt um málið á vef stjórnarráðs. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Í tilkynningunni segir:

„Mál sem varða fjölskyldur og börn eru oftast með viðkvæmustu og erfiðustu málum sem stjórnvöld þurfa að fást við. Eru því gerðar ríkar kröfur til þess í lögum að með slík mál fari til þess bær stjórnvöld, sem starfa eftir skýrum lögum og reglum og með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.

Norræn handtökuskipun byggir á lögum nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, en þau lög byggja á samningi milli Norðurlandanna sem undirritaður var þann 15. desember 2005. Áður en samningurinn um norrænu handtökuskipunina tók gildi voru í gildi lög nr. 7/1962 um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Íslensk stjórnvöld hafa því síðan 1962 framselt íslenska ríkisborgara til Norðurlandanna.“

Segir einnig að skilvirkara fyrirkomulagi hafi verið komið á varðandi framsal milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Byggir fyrirkomulagið á gagnkvæmri viðurkenningu á ákvörðunum dómsmálayfirvalda viðkomandi ríkja. Í lok tilkynningarinnar er áréttað að dómsmálaráðuneyti og ráðherra hafa enga heimild til að hafa afskipti af málinu:

„Dómsmálaráðherra og ráðuneyti hafa enga aðkomu að meðferð þessara mála og hafa engar heimildir til að beita sér í þeim. Í því máli sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum hefur ríkissaksóknari tekið ákvörðun um að afhenda skuli viðkomandi til Noregs á grundvelli fyrrnefndra laga nr. 51/2016 og hefur sú ákvörðun verið staðfest bæði af Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti. Þessi ákvörðun byggir því á íslenskum lögum og niðurstöðu íslenskra dómstóla. Ríkissaksóknari og dómstólar á Íslandi eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?