fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ekkert lát á dularfullum dauðsföllum í Rússlandi – Nú var það bankastjóri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 07:00

Sjúkrahús í Moskvu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar á síðasta ári hefur fjöldi kaupsýslumanna og olígarka látist á dularfullan hátt.

Nú er einn einn fallinn í valinn og að þessu sinni var það varaformaður stjórnar stærsta ríkisbanka landsins, Sberbank. Hann fannst nýlega látinn. Hann var 42 ára. BNN News skýrir frá þessu og segir að dánarorsökin sé sögð vera hjartaáfall.

Það vill einmitt svo ótrúlega til að margir þeirra kaupsýslumanna og olígarka, sem hafa látist síðan innrásin hófst, eru sagðir hafa fengið hjartaáfall. Sumir hafa tekið eigið líf og morð hefur ekki verið útilokað í tengslum við dauða annarra.

CNN skýrði frá því í haust að minnst átta rússneskir kaupsýslumenn hafi tekið eigið líf eða látist af slysförum á sex mánaða tímabili. Margir þeirra tengdust ríkisorkufyrirtækinu Gazprom eða dótturfyrirtækjum þess. Aðrir höfðu starfað hjá Lukoil sem er stærsta olíu- og gasfyrirtæki landsins sem er í einkaeigu.

Ravil Maganov, forstjóri Lukoil, fannst látinn eftir að hafa „dottið“ út um glugga í Moskvu.

Vladislav Ayaye, fyrrum bankstjóri Gazprombank, fannst látinn í íbúð sinni í Moskvu ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglan telur að um morð og sjálfsvíg hafi verið að ræða, að Vladislav hafi myrt fjölskyldu sína og síðan tekið eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“