fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Edda Björk á leiðinni til Noregs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 18:04

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir hefur verið framseld til Noregs. Í fréttum RÚV kemur fram að í skriflegu svari ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn RÚV, komi fram að Edda hafi verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði til Keflavíkurflugvallar í morgun. Áður en að því kom hafi hún fengið að pakka eigum sínum, en síðan verið flutt á flugvöllinn þar sem norskir lögreglumenn hafi tekið á móti henni og farið með hana til Noregs.

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá hefur Edda deilt um forræði yfir sonum sínum við barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann sem búsettur er í Noregi. Föðurnum var dæmt forræðið fyrir norskum dómstólum og íslenskir dómstólar hafa staðfest þá niðurstöðu. Farið var fram á framsal Eddu til Noregs að sögn til að tryggja að hún myndi mæta fyrir rétt þar sem málinu verður framhaldið. Edda mótmælti beiðninni og sagðist myndu mæta fyrir dóm í Noregi og framsal væri óþarft. Íslenskir dómstólar hafa staðfest framsal hennar.

Til stóð að flytja hana frá Hólmsheiði í gær en hætt var við það í kjölfar þess að hópur fólks safnaðist saman á veginum að fangelsinu.

Edda var síðan flutt úr fangelsinu í morgun. Lögmaður hennar heldur því fram að lögreglan hafi bannað fangavörðum að hafa samband við hann.

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist engar heimildir hafa til að beita sér í málinu þar sem dómstólar hafi staðfest niðurstöðu ríkissaksóknara um að verða við framsalsbeiðni Norðmanna. Þessar stofnanir séu sjálfstæðar í störfum sínum samkvæmt íslenskum lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum