fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Land hefur risið um sjö sentímetra á Þorbirni síðustu 10 daga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 13:24

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudag. Um 1.300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, þar af eru þrír skjálftar yfir 3 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Frá 27. október síðastliðnum hefur land risið um 7 sentímetra samkvæmt GPS-mælistöð á Þorbirni.

„Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 kílómetra dýpi. Samkvæmt uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inn í sylluna er metið um 7 rúmmetrar sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn.“

Á vef Veðurstofunnar segir að á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram megi gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 15 í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu
Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll