fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að misþyrma fyrrverandi unnustu í skóglendi – „Brotaþoli var öll útötuð í blóði og lak blóð úr höfði hennar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 12:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem setið hefur i gæsluvarðhaldi síðan 4. september, grunaður um að hafa misþyrmt fyrrverandi unnustu sinni í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ákærður. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, við Mbl.is í gær. DV óskaði eftir afriti af ákærunni í dag en ekki var hægt að fá það afhent þar sem ákæran hefur ekki verið birt sakborningi.

Upplýsingar um árásina er að finna í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem staðfestur var af Landsrétti þann 30. október. Sjá hér.

Um árásina segir meðal annars í gæsluvarðhaldsúrskurðinum:

„Fimmtudaginn 24. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um aðila sem hefði orðið fyrir árás og væri með skurð á höfði. Brotaþoli var staðsett við […]við […]í […]. Er lögregla kom á vettvang kom brotaþoli gangandi á móti þeim úr skóglendinu ásamt aðila sem hafði orðið vitni að árásinni. Brotaþoli var öll útötuð í blóði og lak blóð úr höfði hennar. Hún var einnig rennblaut, ísköld, skalf öll og í var miklu uppnámi. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa verið með varnaraðila. Hann hefði ráðist á hana, lamið og sparkað í höfuð hennar,tekið hana hálstaki og hent henni út í læk. Sagði hún að varnaraðili hefði síðan hlaupið á brott.

Var brotaþoli flutt á slysadeild. Á slysadeild var tekin skýrsla af brotaþola. Kvaðst hún hafa verið með varnaraðila við […]í […]. Varnaraðili væri fyrrverandi kærasti hennar en samband þeirra hefði verið ofbeldisfullt. Þau hafi rifist og hann hefði slegið hana ítrekað í andlitið. Þá hefði hann sparkað ítrekað í höfuð hennar. Svo hefði hann dregið hana að læknum og kyrkt hana ofan í læknum undir vatni. Þá hefði vitni komið á vettvang sem hefði öskrað til þeirra hvort allt væri ekki í góðu og þá hefði kærði farið á brott.“

Eftir þetta lýsti lögregla eftir manninum og hann var síðan handtekinn 2. september. Reyndi hann að flýja undan lögreglu. Var hann yfirheyrður 3. september en neitaði sök. Eins og sést í tilvitnuðum texta úr úrskurðinum hér að ofan var vitni að árásinni. Matsgerð frá réttarlækni lýsir miklum áverkum á konunni, m.a. brot í augntóft og nefi. Áverkarnir benda til ofbeldis, m.a. að sparkað hafi verið í höfuð konunnar.

Búast má við að réttað verði í málinu á fyrri hluta næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“