fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þingmaður segir þessa þróun ekki geta haldið áfram – „Ekki bara gagnrýnivert, held­ur óskilj­an­legt“

Eyjan
Mánudaginn 27. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er veru­lega gagnrýnivert að áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar skuli ekki vera á niður­greiðslu skulda til að lækka vaxta­kostnað,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hanna Katrín segir að langflest heimili landsins líði fyrir hið séríslenska vaxtaokur og sífellt fleiri átti sig á lausninni sem er að taka upp nothæfan gjaldmiðil. Fleira íþyngi þó íslenskum heimilum og nefnir hún að ríkisstjórnin eyði einfaldlega um efni fram.

Eyða meira en aflað er

„Á hverju ári frá 2019 hef­ur rík­is­stjórn­in eytt meiri pen­ing­um en hún hef­ur aflað. Það geng­ur aug­ljós­lega ekki til lengd­ar og mun óhjá­kvæmi­lega enda í skatta­hækk­un­um verði ekki breyt­ing á. Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki einu sinni svig­rúm til þess að reisa mik­il­væga varn­argarða við Svartsengi og um Grinda­vík án þess að leggja nýj­an skatt á heim­ili lands­ins,“ segir Hanna Katrín í grein sinni og bætir við að almenningur á Íslandi megi ekki við því að greiða hærri skatta.

„Við greiðum þegar eina hæstu skatta í heimi en þjón­ust­an sem við fáum á móti end­ur­spegl­ar það ekki. Fólk þarf að bíða í marga mánuði eft­ir tíma hjá heilsu­gæslu. Biðin eft­ir ann­arri og sér­tæk­ari þjón­ustu er stund­um mæld í árum. Örorku- og elli­líf­eyr­isþegar búa við lök kjör og víða þarf átak þegar kem­ur að end­ur­bót­um og upp­bygg­ingu á innviðum mik­il­vægr­ar þjón­ustu.“

Þörf á allsherjar tiltekt

Hún segir það augljóst að lausnin sé ekki að láta almenning í landinu borga meira. Ráðast þurfi í gagngera endurskoðun á því í hvað peningar hins opinbera fara. Allsherjar tiltekt þurfi í ríkisrekstrinum.

„Aðeins þannig get­um við bætt op­in­bera þjón­ustu og tek­ist á við mik­il­væg verk­efni framtíðar­inn­ar án þess að sækja í vasa millistétt­ar­inn­ar sem hef­ur held­ur bet­ur fundið fyr­ir verðbólg­unni og til­heyr­andi vaxtaáþján á eig­in skinni.“

Hanna Katrín bendir á að hluti af vandanum sé yfirdráttarlán ríkisstjórnarinnar. Þannig muni ríkið borga 110 milljarða króna í vexti á næsta ári.

„Það er meira en tvö­föld sú fjár­hæð sem mennta- og barna­málaráðuneytið fær í öll sín verk­efni. Það er meira en ríkið ver á ári í ör­orku og mál­efni fatlaðra. Það væri næst­um hægt að tvö­falda fram­lög til sjúkra­húsþjón­ustu fyr­ir þessa fjár­hæð og rúm­lega fjór­falda fram­lög til lög­regl­unn­ar. Það er veru­lega gagnrýnivert að áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar skuli ekki vera á niður­greiðslu skulda til að lækka vaxta­kostnað. Þegar litið er til þess að ríkið, líkt aðrir sem lifa hér í krónu­hag­kerf­inu, borg­ar marg­falda vexti á við það sem þekk­ist í öðrum lönd­um er það ekki bara gagnrýnivert, held­ur óskilj­an­legt.“

Hanna Katrín segir að þessu þurfi að breyta og áherslur á ráðdeild í ríkisrekstri, sem Viðreisn hefur meðal annars talað fyrir, þurfi að fá brautargengi.

„Áhersl­ur á að ríkið hafi skýra sýn á helstu verk­efni og for­gangsraði fjár­mun­um í nauðsyn­lega þjón­ustu. Ríkið þarf að draga úr óþarfa eyðslu sem ýtir und­ir verðbólgu og skatta­hækk­an­ir. Það þarf skiln­ing á því að skatt­ar séu nýtt­ir í mik­il­væga sam­fé­lagsþjón­ustu en ekki sem af­sök­un fyr­ir óráðsíu í rík­is­rekstri. Þetta er jú pen­ing­ar heim­il­anna,“ segir hún að lokum í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“