fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Veittust að listakonu vegna veggmyndar – „Hamas drepur fólk! Reyndu að skilja það bjáninn þinn!“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. nóvember 2023 14:00

Manninum var mjög heitt í hamsi og byrjaði að öskra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir harkaleg samskipti listakonu og tveggja vegfarenda við Skólavörðustíg í Reykjavík vegna vegglistaverks til stuðnings Palestínu hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Listakonan tók upp samskiptin þegar fólkið vatt sér upp að henni.

„Veistu hvað gerðist þarna fyrir 7. október?“ spyr listakonan í upphafi myndbandsins og á þá við innrás Hamas samtakanna inn á landsvæði Ísraels nálægt Gasa.

„Já, ég er þaðan. Ég er mjög hrædd því að ég veit ekki hvað þú munt gera mér þegar ég sný við þér baki,“ svarar konan sem er augljóslega frá Ísrael. Hún er með karlmanni sem segist einnig vera frá Ísrael en talar íslensku.

Listakonan segir þeim að hún sé að taka myndbandið upp og hann segist vilja fá lögregluna á staðinn.

„Þú ert að skemma þetta,“ segir hann en  hún segist hafa leyfi. Hann dregur það í efa og spyr hver gaf leyfið. „Fjölskylda okkar var drepin,“ segir hann.

@thateastafricanqueenn Everyone go and support the artist shes @juliamaiart 🇮🇸 #iceland #femaleartist #art #icelandictiktok #freepalestine ♬ original sound – aestheticaly.001

Konan segir að veggmyndin sé móðgandi fyrir hana og Íslendinga. „Horfðu á mig. Ég skelf af því að þessi fáni drap fólkið mitt. Drap fjölskyldu mína,“ segir hún og bendir á Palestínufánann.

Listakonan bendir parinu á að Ísraelar hafi drepið 12 þúsund manns en maðurinn segir svo ekki vera. Segir hann hana þá vera að styðja Hamas hreyfinguna með því að mála verkið. „Þetta er Hamas. Þetta er Hamas! Hamas drepur fólk! Reyndu að skilja það bjáninn þinn! Þetta drepur Ísland!,“ öskrar hann. Reynir konan þá að draga hann í burtu sem tekst að lokum.

Verkið er eftir Juliu Mai Linnéa Maria. Í viðtali við Vísi á sunnudag greindi hún frá því að hún hefði fengið mikið áreiti við gerð verksins. Meðal annars að sett hafa verið yfir það ýmis plaggöt til styrktar Ísrael og zíonisma.

Veggmyndin hefur vakið upp tilfinningar hjá fólki. DV/RG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“