fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Þingmaður VG ósáttur – „Hvað á það að þýða?“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, segir að allir þurfi að róa í sömu átt ef það á að takast að ná niður verðbólgunni.

Orri gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í gær þar sem meðal annars var rætt um stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Orri sagði að einhverju leyti hafi tíðindi gærdagsins verið jákvæð þegar ákveðið var að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum, ekki síst vegna þeirrar óvissu sem er uppi um efnahagsleg áhrif jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Sjá einnig: Vilhjálmur vill þjóðarsátt: Allir skuldbindi sig til að hækka ekki verð um meira en 2,5% á næsta ári

„Mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta en sýnum ákvörðuninni skilning og þökkum fyrir að þeir hækkuðu þó ekki. Það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu,“ sagði Orri.

Hann benti á að ríkisstjórnin hefði lagt áherslu á að tryggja að hagstjórnartækin töluðu saman, það er ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur.

„Í tekjubandorminum sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svokölluðum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Það er ekki raunhækkun á milli ára og lóðbeint til að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt,“ sagði Orri sem vatt sér síðan að sveitarfélögunum.

„Hvað á það að þýða, virðulegi forseti, að hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynni nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár, sem eru frá 5,5% upp í allt að 10%, ásamt því að einstaka liðir eins og skólamáltíðir eru að hækka um allt að 20%, og af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins hækki gjaldskrá sína milli ára, þar með talið á grunnskólaþjónustu? Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti.“

Sjá einnig: Þetta eru helstu gjaldskrárhækkanir í Reykjavík

Orri sagði að til að ná niður verðbólgunni þurfi allir að róa í sömu átt. „Ég get ekki séð að sveitarfélögin séu að gera það með sínum gjaldskrárhækkunum og hvet þau til þess að taka þátt í mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu.“

Orð Orra ríma við orð Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, sem kallaði eftir einskonar þjóðarsátt á dögunum vegna komandi kjarasamninga. Gagnrýndi hann til að mynda sveitarfélögin sem virtust vera stikkfrí vegna boðaðra hækkana.

Sjá einnig: Skólamatur í Hafnarfirði hækkar um þriðjung – Lofuðu lækkun eftir kosningar

„Ef við erum öll saman í þessum báti þá spyr ég af hverju eru öll sveitarfélög að kynna gjaldskrárhækkanir sem eru þetta frá 5,5% upp í allt að 10% ásamt því að einstaka liðir eins og skólamáltíðir eru að hækka um 20% eins og hér á Akranesi,“ sagði hann í pistli á Facebook-síðu sinni þann 17. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“