fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Meintur skotmaður í Úlfarsárdal sagður hafa verið stunginn á Litla-Hrauni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 16:52

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar tveggja manna sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Úlfarsárdal 2. nóvember var stunginn sjö sinnum með eggvopni á Litla-Hrauni í dag, samkvæmt frétt Nútímans.  Samkvæmt heimildum Nútímans var árásarmaðurinn einn af betri vinum þolandans skotárásarinnar í Úlfarsárdal.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand árásarþolans.

Vísir greindi fyrst frá árásinni. Hún mun hafa átt sér stað milli kl. 13 og 14 í dag og eru lögreglumenn að störfum á vettvangi. Árásarþolinn var fluttur á sjúkrahús.

Lögreglan á Suðurlandi segir að tilkynning um málið verði birt síðar í dag.

Uppfært kl. 18:05

Lögreglan hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Skömmu fyrir klukkan 14:00 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um að fangi í Fangelsinu Litla-Hrauni hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu annars fanga. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var sá er fyrir árásinni varð fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Rannsókn málsins er á frumstigi og verða frekari upplýsingar um málið ekki veittar að sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin