fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Stórt gjaldþrot hjá vinsælu gistiheimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 15:30

Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok hafa orðið hjá þrotabúi Gistihússins Langaholt sem var úrskurðað gjaldþrota í sumarlok 2020. Langaholt var rekið í Snæfellsbæ og var vinsæll og rómaður staður, þekktur m.a. fyrir gott fiskihlaðborð. Snemma í Covid-faraldrinum bauð staðurinn upp á sértilboð í gistingu en fór síðan á hausinn upp úr því, eða þann 2. september 2020.

Tilkynning um skiptalokin var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Heildarfjárkröfur í búið voru rúmlega 310 milljónir króna. Veðkröfur, sem námu innan við 400 þúsund krónur, fengust greiddar að fullu en aðrar kröfur ekki.

Ljóst er því að gjaldþrotið hljóðar upp á um 310 milljónir í ógreiddar kröfur.

Athygli vekur að skiptum var lokið í búinu sumarið 2022 en tillkynning um skipalok er fyrst birt núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku
Fréttir
Í gær

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“