fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Stórt gjaldþrot hjá vinsælu gistiheimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 15:30

Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok hafa orðið hjá þrotabúi Gistihússins Langaholt sem var úrskurðað gjaldþrota í sumarlok 2020. Langaholt var rekið í Snæfellsbæ og var vinsæll og rómaður staður, þekktur m.a. fyrir gott fiskihlaðborð. Snemma í Covid-faraldrinum bauð staðurinn upp á sértilboð í gistingu en fór síðan á hausinn upp úr því, eða þann 2. september 2020.

Tilkynning um skiptalokin var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Heildarfjárkröfur í búið voru rúmlega 310 milljónir króna. Veðkröfur, sem námu innan við 400 þúsund krónur, fengust greiddar að fullu en aðrar kröfur ekki.

Ljóst er því að gjaldþrotið hljóðar upp á um 310 milljónir í ógreiddar kröfur.

Athygli vekur að skiptum var lokið í búinu sumarið 2022 en tillkynning um skipalok er fyrst birt núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“