fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Meiri líkur á gosi í kvikugangingum en Svartsengi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 12:51

Frá Svartsengi. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir mikið landris í Svartsengi undanfarið þá eru meiri líkur á eldgosi í kvikuganginum sem liggur í gegnum Grindavík en þar. Ástæðan er sú að jarðskorpan er miklu veikari þar heldur en jarðskorpan yfir landrisinu í Svartsengi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir stöðu mála í jarðhræringum á Reykjanesskaga. Um landrisið segir:

„Á gervitunglamyndum sem sýna breytingar sem orðið hafa frá 18. – 19. nóvember má sjá skýr merki um landris í Svartsengi á sömu slóðum og landris hafði mælst áður en kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember. Þetta er í samræmi við það sem hefur sést á GPS stöðvum umhverfis Svartsengi og er ferli sem hófst strax í kjölfarið á kvikuhlaupinu 10. nóvember. Líkön sem reiknuð hafa verið út frá gervitunglamyndunum sýna að landrisið í Svartsengi er talsvert hraðara en áður en kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember. Almennt þegar kvikugangur myndast sígur land í miðju gangsins eins og við sjáum í Grindavík, en rís sitt hvoru megin við hann. Merki um landris í Svartsengi vegna kvikusöfnunar hefur sést í nokkurn tíma, en svo blandast inn í þær mælingar áhrif frá myndun kvikugangsins.“

Ljós er af tilkynningunni að við erum í miklu óvissuástandi:

„Áframhaldandi landris við Þorbjörn í kjölfar myndunnar kvikugangsins, sýnir að við erum ennþá í miðri atburðarrás. Áfram þarf að gera ráð fyrir að þessi atburðarrás á svæðinu geti breyst með litlum fyrirvara. Veðurstofan, í góðu samstarfi við sérfræðinga Háskóla Íslands, mun halda áfram vakta svæðið eins vel og hægt er og stöðugt endurmeta og túlka þau gögn sem berast.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins