fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Þorsteinn gefst ekki upp í baráttunni fyrir betra kóki

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur ætlar ekki að gefast upp í baráttu sinni fyrir betra kóki. Þorsteinn skrifar í dag grein í Morgunblaðið þar sem hann fylgir eftir annarri grein sem hann skrifaði fyrir tveimur árum.

Í grein sinni í apríl 2021 velti hann fyrir sér hvers vegna einn vinsælasti gosdrykkur heims, hið hefðbundna Coca Cola, væri ólíkur á milli landa og á milli umbúða.

Sagði hann að munurinn virtist liggja í kolsýrumagninu sem væri minna í því íslenska en því erlenda. Þetta hefði ótvíræð áhrif á bragðið. Sendi hann erindi til fyrirtækisins þar sem hann spurði hvort stætt væri á að auglýsa í báðum tilvikum að bragðið væri upprunalegt.

Þess má geta að Þorsteinn fékk svar á sínum tíma en kannski ekki svarið sem hann óskaði eftir. Var það á þá leið að smekkur manna væri misjafn eftir löndum; kolsýrumagnið hér á landi væri með því mesta sem gerðist og það væri yfirleitt minna í nágrannalöndunum.

Þorsteinn segist óska þess að kolsýrumagnið sé jafn mikið og það var þegar drykkurinn kom fyrst í verslanir hér á landi, en því sé ekki til að heilsa – því miður.

„Kók í dósum sem koma að utan er skást, þótt ekki sé það fullnægjandi. Kolsýran í umbúðum sem fyllt er á hérlendis er svo lítil að hennar gætir vart. Þrátt fyrir það segir á umbúðunum að bragðið sé hið upprunalega. Að mínu mati jaðrar sú fullyrðing við vörusvik sem umboðsaðilinn ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta,“ segir hann í Velvakanda Morgunblaðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision – Hvað gerist nú?

Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision – Hvað gerist nú?
Fréttir
Í gær

Klappir og EFLA í samstarf

Klappir og EFLA í samstarf
Fréttir
Í gær

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“