fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Stefán var stoppaður af manni í hádeginu – „Þetta var eins örvinglaður fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri og hægt er að vera“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjartaskerandi atvik dagsins átti sér stað í hádeginu,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur mikla athygli.

Í færslunni segist Stefán hafa farið niður á Alþingi í hádegismat þar sem hann og eiginkona hans, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, voru á milli funda. Á leiðinni út var hann stöðvaður af manni sem trúlega taldi að Stefán væri í einhverri valdastöðu þar sem hann gekk út úr þinghúsinu.

„Hann reyndist þremur árum yngri en ég, en leit út fyrir að vera eldri. Hann sagði sögu sína á bjagaðri ensku og barðist allan tímann við tár og ekka,“ segir Stefán en sjálfur er maðurinn búsettur á Íslandi þar sem hann hefur fengið alþjóðlega vernd.

„Fjölskyldan er hins vegar á Gaza og hann sýndi myndir af konunni og börnunum sínum þremur, lýsti því hvernig þau hringdu í hann á hverju kvöldi og lýstu því hvað þau væru hrædd við sprengjurnar. Hann taldi upp fólkið sitt sem hefur fallið á liðnum dögum og vikum. Þetta var eins örvinglaður fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri og hægt er að vera – gjörsamlega ráðþrota og spurði í sífellu hvort það væri ekki hægt að finna einhverja leið til að koma fólkinu hans frá Gaza?“

Stefán bendir á að máttleysi manns sé algjört í svona samtali þar sem það eina sem hægt er að gera er að leggja höndina á öxl viðkomandi og lýsa samúð. „Djöfull er þetta allt ömurlegt,“ segir hann að lokum.

Í athugasemd við færslunni segir einn að til sé eitthvað sem heitir fjölskyldusameining í útlendingalögum. Þessi maður þurfi greinilega meiri aðstoð. Stefán segir réttilega að fjölskyldusameining væri mögulega eitthvað sem hægt væri að grípa til ef fólkið kæmist frá Gaza. „En það sækir enginn fólk þangað í miðju umsátri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“