fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Guðni hringdi í Steinar Berg: Afar ósáttur við „illskeytta“ grein sem birtist í Mogganum í gær

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segist hafa hringt í ferðaþjónustubóndann Steinar Berg eftir að sá síðarnefndi skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann gagnrýndi Guðna.

Steinar rekur ferðaþjónustu í Fossatúni og hefur uppbyggingin tekist vel. Benti hann á í grein sinni að heildarfjöldi gesta í Fossatúni þetta ár væri yfir 30 þúsund. Rifjaði hann einnig upp að Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, hafi boðið honum í bíltúr á árunum upp úr aldamótum til að skoða jarðir á Suðurlandi.

„Góður dag­ur og ánægju­leg sam­vera en ekki varð úr að ég tæki skref í að festa mér lög­býli,“ sagði Steinar sem hóf svo rekstur á Fossatúni árið 2005.

Hann sagði svo enn fremur:

„Ég varð undr­andi að sjá Guðna Ágústs­son fara fram í fjöl­miðlum fyr­ir nokkru með upp­hróp­un um að ferðaþjón­ust­an væri að drepa land­búnað á Íslandi. Staldraði við og ákvað að taka það til mín. Hann hafði jú hvatt mig til þess að fara út í ferðaþjón­ustu á Suður­landi en kallaði mig núna skemmd­ar­varg. Ég þurfti ekki mikla um­hugs­un til að sjá að hann var að ala á gremju og tor­tryggni. Í okk­ar rekstri finn­um við sann­ar­lega fyr­ir því að vaxta­kostnaður rúm­lega tvö­fald­ast milli ára. Við höf­um mætt því með hagræðingu og mik­illi vinnu. Ferðaþjón­ust­an er að upp­lifa spenn­andi tíma og fram­lagið til þjóðarbús­ins er veru­legt. Rík­is­styrkt­ur land­búnaður er hins veg­ar í fram­sókn­arálög­um og á enga mögu­leika aðra til að bregðast við breytt­um for­send­um en seil­ast dýpra í vasa skatt­greiðenda. Eng­ar úr­bæt­ur fel­ast í árás á ferðaþjón­ust­una.“

Bætti Steinar við að „fávís þröngsýni framsóknarráðherranna“ væri innan meinið sem hrjáir landbúnaðinn.

Illum orðum kastað að Framsóknarmönnum

Guðni skrifar svargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hann svarar Steinari fullum hálsi og segir hann kasta steinum úr glerhúsi.

„Stein­ar Berg skrif­ar grein þar sem hann lýs­ir vel­gjörðarmönn­um sín­um, und­ir­rituðum í hálf­an dag og Árna Magnús­syni síðar ráðherra, með fögr­um orðum. Svo hef­ur hann ekki lært það sem Snorri Sturlu­son ná­granni hans sagði: „Eigi skal höggva.“

Segir Guðni að Steinar Berg sé sama eðlis og Ólafur gamli á Hrísbrú sem hafi kallað prestana á Mosfelli þessa „andskota“.“

„Fram­sókn­ar­menn virðast vera and­skot­ar í sál­ar­lífi Stein­ars og þá má grýta. Því fyrr hef ég séð í skrif­um þessa dags­vin­ar míns ill­um orðum kastað að fram­sókn­ar­mönn­um og nú að mér, sem átti skemmti­leg­an dag með hon­um fyr­ir 25 árum hér í Árnesþingi.“

Bað hann að spara grjótið

Guðni beinir svo orðum sínum beint að Steinari:

„Stein­ar Berg! Þegar ég kvaddi land­búnaðarráðuneytið skiptu ferðaþjón­ustu- og skóg­ar­bænd­ur hundruðum. Báðum þess­um nýju grein­um á ald­in­tré sveit­anna var ég sem besti þjónn og hef átt góð sam­skipti við þessa aðila síðan. Sveit­irn­ar risu til nýrr­ar sókn­ar upp úr síðustu alda­mót­um og ég var sá gæfumaður að fara fyr­ir odda­flug­inu í rík­is­stjórn. Mundu að lok­um Stein­ar Berg hin mögnuðu orð frels­ar­ans: „Sá yðar sem synd­laus er kasti fyrsta stein­in­um.“ Ég hringdi í Stein­ar Berg þá ég hafði lesið grein­ina ill­skeyttu, og bað hann að spara grjótið í Fossa­túni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku