fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Flóttamennirnir handteknir við komuna til Venesúela – 80 milljónir af íslensku fé virðast hafa farið í hendur einræðisherra landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 13:55

Maiquetia-flugvöllur. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tvö hundruð Venesúelabúar sem fóru frá Íslandi í gær með flugi til heimalandsins virðast hafa verið handteknir á Maiquetía-flugvellinum í Caracas, ef marka má staðarmiðilinn efectococuyo.com.

Flest fólkið hafði ekki fengið endanlega úrslausn sinna mála í kerfinu hér en þáði tilboð stjórnvalda um að yfirgefa landið gegn 400 þúsund króna greiðslu. Samkvæmt fréttinni var fólkið handtekið á flugvellinum og allir fjármunir teknir af því. Má því leiða líkur að því að stjórnvöld í Venesúea, þar sem einræðisherrann Nicolás Maduro fer með æðstu völd, hafi haldlagt gjafafé frá íslenskum stjórnvöldum upp á um 80 milljónir króna.

Vegabréf voru tekin af fólkinu og það neytt til að skrifa undir yfirlýsingu þar sem það játaði á sig föðurlandssvik.

DV bar fréttina undir Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd og hefur félagið fengið fjölmargar ábendingar og gögn um þessa atburði. Félagið hyggst birta yfirlýsingu um málið síðar í dag þegar meiri gögnum hefur verið safnað og þau greind.

Fréttinni hefur verið breytt: Beðist er afsökunar á birtingu myndbands með fréttinni í gær en ósannað er að það sýni handtöku farþega frá Íslandi á flugvellinum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“