fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Telja að kvika flæði inn í ganginn á fleiri en einum stað – Enn miklar líkur á gosi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 13:15

Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gætum verið að horfa á tvö ferli sem hafa verið að víxlverka allan þennan tíma,“ sagði Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni, í hádegisfréttum RÚV.

Vísindamenn telja að kvika flæði inn í kvikuganginn norðaustur af Grindavík á fleiri en einum stað. Engin merki eru um gosóróa og virðist staðan vera svipuð og áður.

Benedikt sagði að líklega sæjust merki um að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr kvikuganginum á milli Hagafells og Grindavíkur þar sem sterkasti púlsinn kemur upp. Það þýðir að kvikan getur ekki verið á meira en 500 metra dýpi og jafnvel grynnra.

„Það þýðir ekki að það sé mikið magn. Það þýðir bara að hluti af kvikunni hefur komist 500 metra eða grynnra.“

Benedikt var spurður hvort enn væru miklar líkur á eldgosi.

„Já, ég held við verðum að halda okkur við það. Við sjáum enn merki um að kvika sé að flæða inn og meðan svo er þá teljum við miklar líkur á eldgosi. Meðan það hægir ekki á þessu verulega þá gerum við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð

Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum