fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Læknanemar tilkynntir vegna alvarlegs atviks í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum hefur verið gert viðvart um atvik sem sagt er hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu á dögunum.

Vísir greinir frá þessu en Mannlíf greindi fyrst frá því í gær að þrír læknanemar hafi rætt sjúkrasögu nafngreindra einstaklinga sín á milli í heitum potti á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Var einn nemandinn sagður hafa lýst samskiptum sínum við nafngreinda eldri konu á niðrandi hátt og þá hafi þeir rætt um ónafngreinda sjúklinga. Er fullyrt að mörg vitni hafi verið að samræðunum sem stóðu yfir í um fimmtán mínútur.

Mannlíf hafði eftir Þórarni Guðjónssyni, forseta læknadeildar HÍ, að málið væri tekið mjög alvarlega. Benti hann á að nemendurnir skrifuðu undir þagnarskyldu strax á fyrsta ári sem svo er ítrekuð reglulega til þeirra.

Kvaðst hann vonast til þess að læknanemarnir myndu gefa sig fram en efaðist um að þeir myndu gera það. Sagðist hann ætla að ræða málið við forstjóra Landspítalans líka.

Í frétt Vísis í morgun ítrekar Þórarinn að málið sé litið alvarlegum augum en í raun hafi hann það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað átti sér stað og sá virðist sjálfur hafa verið í heita pottinum. Erfitt sé að komast að því hvaða læknanema um ræðir og ekki sé einu sinni víst að þeir stundi nám sitt við Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin