fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Veit ekki hvort ég treysti mér til að vera þarna í framtíðinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ofboðslega skrýtið allt saman og ef það skyldi síðan ekki verða gos þá veit ég samt ekki hvort ég treysti mér til að vera þarna í framtíðinni,“ segir Kristín Ósk Högnadóttir, gift þriggja barna móðir, sem þurfti að yfirgefa Grindavík á föstudagskvöldið vegna yfirvofandi eldgoss.

Kristín og fjölskylda halda til hjá foreldrum Kristínar í Hveragerði. Þeim vannst ekki tími til að taka mikið af eigum sínum með sér og auglýsti Kristín á Facebook eftir íþróttabúnaði fyrir börn sín, 8, 12 og 15 ára. Þau eru öll í íþróttum og vill Kristín koma þeim sem fyrst á æfingar hjá Hamar í Hveragerði svo þau hafi eitthvað fyrir stafni.

Kristín og hennar fólk eru ekki í hópi þeirra sem verður hleypt inn til Grindavíkur í dag. „Við erum ekki í þeim hópi, við erum það neðarlega í bænum. Við erum í Norðurvörinni,“ segir Kristín.

„Þetta er svo nýlega skeð að maður hefur ekki náð áttum. En fólk er rosalega duglegt að bjóða manni eitt og annað. Það sem aðallega vantar núna er íþróttafatnaður fyrir þann elsta.“

Pilturinn sem um ræðir er 15 ára gamall. Hann er 170 cm á hæð og notar fatastærðir frá S til M í fullorðinsfötum. Hann notar skóstærðir 42-43. Þeir sem geta aðstoðað með þetta eru beðnir um að hafa samband við Kristínu í síma 866 6927. 

„Maður er ekki alveg í sambandi núna en það hafa allir verið rosalega almennilegir við okkur. Fólk er virkilega reiðubúið að bjóða fram hjálp og aðstoð,“ segir Kristín, sem er þakklát almenningi fyrir hvernig fólk hefur brugðist við hamförunum í Grindavík og virðist reiðubúið að koma Grindvíkingum til hjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks