fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ástandið í Grindavík – Maður þurfti að brjóta sér leið inn á heimili sitt – Myndband og myndir

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og öllum ætti að vera kunnugt þurfti síðastliðinn föstudag að rýma Grindavíkurbæ vegna þeirra gríðarlegu jarðhræringa sem þar hafa átt sér stað.

Í dag var íbúum Grindavíkur leyft að fara heim til sín í stutta stund, í fylgd björgunarsveitarmanna, til að sækja brýnustu nauðsynjar og gæludýr sín. Kristinn Svanur Jónsson ljósmyndari DV fékk leyfi til að fylgjast með, í fylgd björgunarsveitarmanna, og mynda atburði dagsins. Hann tók fjölda mynda og má sjá hluta þeirra hér fyrir neðan. Fyrst má sjá myndband, sem Kristinn Svanur tók, af því þegar maður, sem af einhverjum ástæðum var ekki með lykla að húsi sínu meðferðis, neyddist til að brjóta gat á glugga til að opna hann og skríða inn um hann til að ná í helstu nauðsynjar fyrir sig og fjölskyldu sína.

video
play-sharp-fill

Maðurinn skreið því næst inn um gluggann

Maðurinn setti bangsa fyrir gatið á glugganum
Mikil röð af bílum hafði myndast þegar Grindvíkingar biðu eftir að fá að komast heim til sóin í stutta stund
Björgunarsveitarbílar reiðubúnir að keyra íbúa Grindavíkur
Björgunarsveitarmenn ræða við íbúa sem biðu

Björgunarsveitarmaður bjargar myndaalbúmum grindvískrar fjölskyldu

Það er tómlegt um að litast í Grindavík
Leikföng sem grindvísk börn þurftu að skilja eftir

Hér má sjá dæmi um hversu miklar skemmdir hafa orðið á götum Grindavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Hide picture