fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 14:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. nóvember verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni sem sakaður er um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkun á árinu 2022.

Annars vegar er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa þriðjudaginn 1. febrúar á þáverandi heimili sínu, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku undir lögaldri. Ákærði lét stúlkuna hafa við sig munnmök og hafði við hana samræði.

Hins vegar er maðurinn sakaður kynferðislega áreitni gegn annarri stúlku sem stóð yfir á tímabilinu janúar til júní 2022, á heimili stúlkunnar í og bíl mannsins. Ákærði þuklaði a.m.k. fjórum sinnum á brjóstum stúlkunnar innanklæða og reyndi tvisvar sinnum að færa hönd að kynfærum hennar og í eitt skipti rassskellti hann stúlkuna og sagði hanni að hún væri með flottan rass.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd fyrrnefndu stúlkunnar er krafist miskabóta upp á 3 milljónir króna en fyrir hönd þeirrar síðarnefndu er farið fram á 2 milljónir króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga