Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi boðar til málfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Markmið samtakanna er að efna til málefnalegrar umræðu um ólík sjónarhorn í þessu umdeilda máli.
Frummælendur eru þau Birgir Þórarinsson guðfræðingur og Alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra og Alþingismaður.
Fundarstjóri er Bogi Ágústsson.
Eftir að erindum frummælenda lýkur verður tekið við spurningum úr sal.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og hefst kl. 14 sunnudaginn 12. nóvember.
Sjá nánar hér.